Veftré Print page English

Öryggisráð Rússlands


Forseti á fund með Nikolay Patrushev, formanni Öryggisráðs Rússlands, og sendinefnd hans sem heimsækir Ísland til að styrkja samstarf á Norðurslóðum. Rætt var ítarlega um fjölmarga þætti þess samstarfs, bæði þá sem snerta tvíhliða tengsl Íslands og Rússlands og samstarf allra landanna á Norðurslóðum. Efling Norðurskautsráðsins, þróun siglingaleiða, nýting auðlinda, fjölgun ferðamanna, m.a. með skemmtiferðaskipum, þróun flugsamgangna og vísindarannsókna til að fylgjast með bráðnun íss og freðmýra eru meðal þeirra verkefna sem brýn eru á komandi árum. Nikolay Patrushev lagði fram fjölmargar hugmyndir um þessi verkefni. Auk þess fjallaði hann um hætturnar af aukinni spennu í Miðausturlöndum og átökin í Afganistan og Sýrlandi.