Ungt fólk og lýðræði
Forseti flytur ávarp í upphafi ungmennaráðstefnu sem UMFÍ efnir til um ungt fólk og lýðræði en hún er haldin á Hvolsvelli. Í ávarpi sínu rakti forseti þróun lýðræðis, allt frá upphafi sjálfstæðisbaráttunnar til okkar daga. Bylting í upplýsingatækni hefði á síðari árum skapað ný tækifæri á vettvangi lýðræðis. Nú gætu allir hvar sem væri í veröldinni myndað sambönd og hreyfingar til stuðnings einstökum málefnum. Lýðræði væri ekki aðeins form kosninga á nokkurra ára fresti heldur lifandi vettvangur frá degi til dags þar sem ungt fólk gæti látið til sín taka. Slíkum tækifærum fylgdi líka mikil ábyrgð.