Veftré Print page English

Samvinna við Alaska


Forseti á fund með vararíkisstjóra Alaska, Mead Treadwell, um aukna samvinnu við Ísland, svo sem í málefnum Norðurslóða og við nýtingu jarðhita sem finna má víða í Alaska. Stjórnvöld í Alaska hafa lengi haft áhuga á að nýta tæknikunnáttu, reynslu og þekkingu Íslendinga á þessu sviði. Í heimsóknum forseta til Alaska á undanförnum árum hefur verið rætt um form slíkrar samvinnu og áhugi er á að fulltrúar bæði ríkis og sveitarfélaga í Alaska heimsæki Ísland. Forseti tekur ásamt Mead Treadwell þátt í ráðstefnu um Norðurslóðir sem haldin við Tufts háskólann í Boston.