Veftré Print page English

Skrúfudagurinn


Forseti sækir Skrúfudaginn, uppskeruhátíð og kynningu hjá nemendum Stýrimannaskólans og Véltækniskólans. Skrúfudagurinn er nú haldinn í 50. sinn. Í ávarpi áréttaði forseti framlag sjómanna og vélstjóra til uppbyggingar sjávarútvegs, bæði flota og vinnslu, sem og hlutdeild tæknifólks í starfsemi fjölmargra fyrirtækja. Sjávarútvegurinn myndi á komandi árum verða, eins og á síðustu öld, burðarás í íslensku atvinnulífi og mikilvægt væri að vanda vel til menntunar á þessu sviði. Skrúfudagurinn sýndi í senn samhengið í þessari sögu og þá nýsköpun sem nú fer fram í skólunum. Að lokinni hátíðarsamkomunni kynnti forseti sér margvíslega starfsemi sem fram fer í skólunum.