Uppskeruhátíð tónlistarskóla
Forseti sækir uppskeruhátíð tónlistarskólanna sem haldin er í Hörpu. Í ávarpi áréttaði forseti framlag tónlistarskólanna til að þróa og styrkja íslenskt tónlistarlíf. Starf þeirra á komandi árum væri forsenda þess að hið nýja tónlistarhús Harpa myndi gegna á árangursríkan hátt hlutverki sínu. Þá afhenti forseti viðurkenningar og verðlaunagrip Nótunnar. Þær voru veittar í þremur flokkum: grunnnámi, miðnámi og framhaldsnámi. Auk þess var afhentur farandgripur Nótunnar. Vefsíða Félags tónlistarkennara.