Veftré Print page English

PopTech


Forseti á fund með Andrew Zolli, stofnanda og stjórnanda PopTech Institute, um alþjóðlega ráðstefnu sem fyrirhuguð er á Íslandi í lok júní. Þar verður fjallað um hvernig nýting upplýsingatækni gerir samfélögum kleift að glíma við margvíslega erfiðleika, svo sem vegna efnahagslegra áfalla eða náttúruhamfara. PopTech ráðstefnurnar hafa á undanförnum árum vakið mikla athygli og margvísleg verkefni víða um heim tengjast þeim. Á Íslandi verður fjallað bæði um lærdóma sem draga má af reynslu Íslendinga á síðustu árum sem og um lausnir á ýmsum vandamálum sem þjóðir heims glíma við. Vefur PopTech.