Veftré Print page English

Sendiherra Tyrklands


Forseti á fund með nýjum sendiherra Tyrklands, frú Sanivar Olgun, sem afhenti trúnaðarbréf á Bessastöðum. Rætt var um aukið samstarf á sviði jarðhitanýtingar en grundvöllur að því var lagður í heimsókn forseta til Tyrklands fyrir nokkrum árum og viðræðum við þarlend stjórnvöld sem og heimsókn orkumálaráðherra Tyrklands fyrir fjórum árum. Stjórnvöld í Tyrklandi hafa nú mótað skýr áform um aukna nýtingu jarðhita og sækjast eftir samstarfi við íslensk tæknifyrirtæki, verkfræðistofur og aðra aðila á því sviði. Einnig var fjallað um margháttaða nýtingu jarðhita í þágu matvælaframleiðslu, bæði gróðurhúsaræktunar og þurrkunar matvæla.

 

640pix_Tyrkland