Sendiherra Jórdaníu
Forseti á fund með nýjum sendiherra Jórdaníu, hr. Mazen Homoud, sem afhenti trúnaðarbréf á Bessastöðum. Rætt var um áhuga stjórnvalda í Jórdaníu á að nýta þekkingu Íslendinga á sviði jarðhita en það var m.a. meginþáttur í heimsókn Abdullah II til Íslands á síðasta áratug og viðræðna forseta við konung í Amman. Orkuskortur er eitt helsta vandamál Jórdaníu og mikilvægt að kanna til hlítar jarðhitasvæði landsins. Einnig var rætt ítarlega um stöðu mála í Miðausturlöndum, vandann í samskiptum Palestínumanna og Ísraels, viðurkenningu Íslands á Palestínu sem sérstöku ríki og viðhorf annarra ríkja í Evrópu.