Veftré Print page English

Sendiherra Svartfjallalands


Forseti á fund með nýjum sendiherra Svartfjallalands, dr. Ljubis Stankovic, sem afhenti trúnaðarbréf á Bessastöðum. Rætt var um mikilvægi aukins samstarfs smárra og meðalstórra ríkja í Evrópu, tengsl landanna sem fyrrum tilheyrðu Júgóslavíu sem og reynslu Svartfjallalands af því að nota evrur sem mynt án þess að vera aðili að Evrópusambandinu. Þá vísaði forseti til starfsemi Smáríkjaseturs við Háskóla Íslands og hvatti til þátttöku fræðimanna og námsmanna frá Svartfjallalandi í sumarskóla þess.

 

svartfjallaland667px