Veftré Print page English

Alþjóðabankinn: Björgum höfunum


Forseti tekur þátt í öðrum degi Heimsþings um höfin sem vikuritið The Economist efnir til. Í ræðu sem bankastjóri Alþjóðabankans, Robert Zoellick, hélt kynnti hann nýja áætlun bankans til björgunar höfunum. Áætlunin felur í sér að bankinn muni í samvinnu við aðra verja sem nemur um 200 milljörðum íslenskra króna til að hrinda áætluninni í framkvæmd. Hún felur í sér margþættar aðgerðir: Eflingu rannsókna, skipulag sjálfbærra veiða, betri nýtingu aflans, fræðslu og fjárfestingar. Í lok heimsþingsins var gerð grein fyrir niðurstöðum málstofa sem þar störfuðu og fólu þær í sér margvíslegar tillögur um aðgerðir og úrbætur. Vefsíða ráðstefnunnar. Vefsíða Alþjóðabankans.