Veftré Print page English

Hugbúnaðartækni


Forseti er viðstaddur undirritun samkomulags Videntifier Technologies sem er vaxandi hátækni- og nýsköpunarfyrirtæki í Reykjavík og breska fyrirtækisins Forensic Pathways. Markmið samvinnunnar er að koma á framfæri gagnagrunni, vinnslu og aðferð til að þekkja efni í vídeóskrám. Það getur hjálpað yfirvöldum til að hamla gegn ólöglegu efni, m.a. því sem tengist kynferðisofbeldi gegn börnum, hryðjuverkum eða höfundarétti. Í stuttu ávarpi fagnaði forseti aukinni samvinnu Íslands og Bretlands á þessu sviði og minnti á nýlega kynningu Mentors á sínum hugbúnaði á stórri sýningu í London. Jafnframt fælust í þessari samvinnu skilaboð til ungs fólks um að hægt væri að þróa tækni á heimavelli og gera hana gjaldgenga víða í veröldinni. Sendiherra Bretlands var einnig viðstaddur athöfnina.