Veftré Print page English

IceMun


Forseti tekur á móti hópi háskólanema sem taka þátt í IceMun verkefninu. Markmið þess er að kynnast starfsemi Sameinuðu Þjóðanna, einkum Öryggisráðsins, með því að taka til umfjöllunar mikilvæg viðfangsefni sem þar eru á dagskrá. Í samræðum forseta og nemenda var fjallað um baráttuna fyrir afnámi kjarnorkuvopna, stöðuna í Mið-Austurlöndum, mikilvægi Sameinuðu þjóðanna og þá lærdóma sem fólust í starfi forseta á vegum þingmannasamtaka á sínum tíma, þar sem sérstök áhersla var lögð á þessi mál.