Viðskiptamöguleikar Íslendinga. MBA nám tíu ára
Forseti flytur erindi og svarar fyrirspurnum á hádegisfundi Viðskiptafræðideildar Háskóla Íslands í tengslum við tíu ára afmæli MBA náms við skólann. Efni fundarins var: "Viðskiptamöguleikar Íslendinga á næstu árum?" Í inngangi fjallaði forseti um auðlindir Íslendinga, kosti fjölþættrar menntunar, góð tengsl við Evrópu, Bandaríkin og rísandi ríki í Asíu sem og fjölþætt tækifæri á Norðurslóðum. Hann nefndi fjölda dæma um jákvæðan árangur á undanförnum árum. Að inngangserindi loknu svaraði forseti fyrirspurnum. Ávarp forseta, hljóðupptaka. Fyrirspurnir og svör, hljóðupptaka.