Heimssamtök matreiðslumanna
Forseti á fund með Gissuri Guðmundssyni, forseta Heimssamtaka matreiðslumanna, og Helga Einarssyni um væntanlegt heimsþing samtakanna sem haldið verður í Suður-Kóreu. Íslendingar hafa verið í forystu þessara samtaka undanfarin ár og hafa nýlega verið endurkjörnir til fjögurra ára. Í samtökunum eru yfir tíu milljónir matreiðslumanna frá flestum löndum heims. Helsta viðfangsefni þingsins í Kóreu verður að fjalla um sjálfbærari nýtingu matvæla og framlag matreiðslumanna í þeim efnum.