Veftré Print page English

Nýsköpunarverðlaunin


Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands verða afhent við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í dag kl. 16:00.
Markmið verðlaunanna er að heiðra námsmenn sem unnið hafa framúrskarandi starf við úrlausn verkefna sem styrkt eru af Nýsköpunar-sjóði námsmanna.
Sex verkefni eru tilnefnd til verðlaunanna í ár:
1.    Áhættureiknir fyrir hjarta- og kransæðasjúkdóma hjá öldruðum sem unnið er af Vilhjálmi Steingrímssyni.
2.    Bætt nýtni í íslenskri grænmetisrækt sem unnið er af Darra Eyþórssyni og Einari Margeiri Kristinssyni.
3.    Eyðibýli á Íslandi: Rannsókn á eyðibýlum og yfirgefnum húsum í Austur-Skaftafellssýslu, Vestur-Skaftafellssýslu og Rangárvallasýslu sumarið 2011 sem unnið er af Arnþóri Tryggvasyni, Árna Gíslasyni, Birki Ingibjartssyni, Steinunni Eik Egilsdóttur og Yngva Karli Sigurjónssyni.
4.    Greining prentgripa fyrir safneignir, bókakápur og veggspjöld sem unnið er af Örnu Rún Gústafsdóttur.
5.    Jarðsegulsviðshermir: hönnun, smíði og prófanir sem unnið er af Andrési Gunnarssyni.
6.    Þróun aðferða við mat og viðgerðir á landi eftir akstur utan vega sem unnið af Önnu Sigríði Valdimarsdóttur.
Við athöfnina munu forseti Íslands, formaður stjórnar Nýsköpunar-sjóðs námsmanna og formaður dómnefndar flytja ávörp.