Veftré Print page English

Skákdagur Íslands


Forseti tekur á móti Friðriki Ólafssyni stórmeistara, landsliði íslenskra barna, sem tekur þátt í Norðurlandamóti barna, og forystufólki í íslensku skáklífi í tilefni af því að haldinn er í fyrsta sinn Skákdagur Íslands. Að loknum ávörpum tefldu Friðrik Ólafsson og Nancy Davíðsdóttir Íslandsmeistari barna í skák. Í ávarpi minntist forseti á hve mikilvæg framganga Friðriks á alþjóðlegum skákvelli hefði verið á fyrstu áratugum lýðveldisins, veitt æsku landsins sjálfstraust og gefið þjóðinni nýja sýn. Framlag Friðriks væri því ekki aðeins til skákíþróttarinnar í landinu heldur væri það jafnframt mikilvægur þáttur í sögu Íslands frá lýðveldisstofnun. Fréttatilkynning. Myndir.