Íslensku bókmenntaverðlaunin
Forseti afhendir Íslensku bókmenntaverðlaunin við hátíðlega athöfn á Bessastöðum. Í flokki fræðirita hlaut verðlaunin Páll Björnsson fyrir ritverkið Jón forseti allur?. Í flokki fagurbókmennta hlaut verðlaunin Guðrún Eva Mínervudóttir fyrir skáldsöguna Allt með kossi vekur. Forseti flutti ávarp við upphaf athafnarinnar og síðan hélt Kristján B. Jónasson, formaður Félags íslenskra bókaútgefenda, ræðu.