Veftré Print page English

IRENA


Forseti á fund með Adnan Amin framkvæmdastjóra IRENA, International Renewable Energy Authority, nýrrar alþjóðastofnunar Sameinuðu þjóðanna sem ætlað er að efla nýtingu endurnýjanlegrar orku. Höfuðstöðvar stofnunarinnar eru í Abu Dhabi og studdu íslensk stjórnvöld þá staðsetningu á sínum tíma. Rætt var um hvernig reynsla Íslendinga á sviði jarðhita og vatnsafls og fjölmörg verkefni, sem íslensk tækni- og verktakafyrirtæki hafa unnið að í Asíu, Afríku, Evrópu og öðrum heimshlutum, geta ásamt orkusparandi nýjungum, sem fram hafa komið á Íslandi á undanförnum árum, orðið efniviður í margvíslegum verkefnum og áherslum hinnar nýju stofnunar. Myndir. Vefsíða IRENA.