Veftré Print page English

Íslandsmót barna í skák


Forseti er heiðursgestur við setningu Íslandsmóts barna í skák sem haldið er í Rimaskóla. Forseti lék fyrsta leikinn í mótinu og flutti ávarp þar sem hann reifaði hugmynd um skákkeppni barna á Norðurslóðum en hann hafði rætt þá hugmynd við Anatoly Karpov, fyrrum heimsmeistara í skák, þegar hann heimsótti Ísland á síðasta ári.