Masdar háskólinn
Forseti heimsækir Masdar háskólann í Abu Dhabi sem tók til starfa fyrir tveimur árum. Stjórnendur háskólans kynntu forseta árangur rannsókna og fræðastarfs sem og reynsluna af hinum umhverfisvænu háskólabyggingum sem ætlað er að draga verulega úr orku- og vatnsnotkun. Forseta var á sínum tíma boðið af stjórnvöldum í Abu Dhabi að vera viðstaddur vígslu háskólabygginganna sem teiknaðar voru af Norman Foster. Íslenskir stúdentar hafa stundað nám við skólann og forseti tók á sínum tíma þátt í mótun hugmynda um sjálfbærni sem liggja til grundvallar Masdar hverfinu. Að heimsókn lokinni átti forseti fund í höfuðstöðvum Masdar með starfsfólki Zayed orkuverðlaunanna, Zayed Future Energy Prize.