Veftré Print page English

Samvinna Íslands og Abu Dhabi í steypuþróun


Forseti er viðstaddur kynningu Ólafs H. Wallevik,  forstöðumanns grunnrannsókna við Nýsköpunarmiðstöð Íslands og prófessors við Háskólann í Reykjavík, og samstarfsaðila hans í Abu Dhabi, ReadyMix steypufyrirtækisins, á umhverfisvænustu steypu sem framleidd hefur verið. Rannsóknirnar, sem m.a. hafa farið fram við Nýsköpunarmiðstöð Íslands, fela í sér nýjungar í efnisnotkun og framleiðslu steypu þar sem losun koltvíoxíðs er orðin hverfandi. Steypan mun jafnframt uppfylla ýtrustu kröfur um styrk og varanleika. Samkomulag um þetta þróunarverkefni var undirritað fyrir ári þegar forseti sótti Heimsþing hreinnar orku, World Future Energy Summit, í Abu Dhabi. Myndir.