Hvatningarverðlaun ÖBÍ
Forseti veitir Hvatningarverðlaun Öryrkjabandalags Íslands við hátíðlega athöfn í Salnum í Kópavogi. Verðlaunin eru veitt í þremur flokkum og er þeim ætlað að heiðra þá sem eflt hafa hag öryrkja og aukið skilning samfélagsins á aðstöðu þeirra og hagsmunum. Í ávarpi sínu vísaði forseti til alþjóðlegra rannsókna á félagslegum auði sem skipti sköpum í endurreisn þjóðfélaga sem orðið hefðu fyrir áföllum. Öryrkjabandalagið væri mikilvægur þáttur í slíkri auðlind Íslendinga. Vefsíður ÖBÍ.