Veftré Print page English

Samráðsvettvangur trúfélaga


Forseti tekur þátt í hátíðardagskrá Samráðsvettvangs trúfélaga í tilefni af fimm ára afmæli samtakanna. Dagskráin fór fram í Ráðhúsi Reykjavíkur. Sextán aðilar eru að samráðsvettvanginum. Forseti flutti ávarp þar sem hann áréttaði mikilvægi þessa samstarfs, áríðandi væri að gagnkvæmur skilningur og umburðarlyndi ríkti í trúmálum landsmanna og varaði við þeirri hættu sem birtist nánast daglega víða um heim þar sem ólík trúarbrögð væru notuð til að réttlæta átök, hatur og ótta.