Sendiherra Egyptalands
Forseti á fund með nýjum sendiherra Egyptalands, hr. Ashraf M. Mohieldin Elmoafi, sem afhenti trúnaðarbréf sitt á Bessastöðum. Rætt var um lýðræðisbyltinguna í Egyptalandi, atburði síðustu daga, breytingar á stjórn landsins og kröfuna um nýja stjórnarskrá og lýðræðislega stjórnarhætti. Einnig var fjallað um hvernig bylting í upplýsingatækni og félagsmiðlar hafa gefið fólki vald til að beita sér á nýjan hátt og knýja fram grundvallarbreytingar. Atburðarás bæði í Egyptalandi, á Íslandi, í Bandaríkjunum og víða í Evrópu á undanförnum mánuðum og misserum fela í sér margvíslegan vitnisburð um slíkar grundvallarbreytingar.