Sendiherra Belgíu
Forseti á fund með nýjum sendiherra Belgíu, hr. Michel Godfrind, sem afhenti trúnaðarbréf sitt á Bessastöðum. Rætt var um stöðuna í Evrópu, stuðning Belgíu við að auka samrunann í álfunni og byggja upp sameiginlegar stofnanir aðildarríkja. Þá var einnig fjallað um endurreisn íslensks efnahagslífs og tengsl landsins við Belgíu og önnur ríki í Evrópu auk þess sem rætt var um sambúð ólíkra þjóðarbrota í Belgíu og hve langan tíma hefur tekið að mynda þar ríkisstjórn.