Veftré Print page English

Jarðhiti á Bretlandseyjum


Forseti sækir málþing um jarðhita á Bretlandseyjum sem haldið er í sendiráði Íslands í London. Breskir sérfræðingar og fulltrúar fyrirtækja kynna ýmis jarðhitaverkefni sem unnið hefur verið að á Bretlandseyjum, einkum í Cornwall, Southampton, Newcastle og Manchester. Á málþinginu kynntu einnig íslenskir sérfræðingar og stjórnendur stofnana jarðhitanýtingu á Íslandi og tækifæri til samvinnu við önnur lönd. Forseti flutti ræðu í hádegisverði þar sem hann fjallaði um sögu jarðhitanýtingar á Íslandi og lýsti hvernig samvinna við ríki í Afríku, Asíu, Evrópu og Ameríku hefði þróast á undanförnum árum. Þau verkefni sem nú væri unnið að í Bretlandi gætu orðið grundvöllur að öflugri samvinnu við Ísland.