Ferðamenn á Bessastöðum. Heimboð og landkynningarátak
Forseti tekur á móti hópi ferðamanna frá Bandaríkjunum, Kanada og Evrópu og býður þeim íslenskar pönnukökur, grænmeti úr gróðurhúsum, osta og flatkökur með hangikjöti sem og Napóleonskökur og jólabrauð úr Gamla bakaríinu á Ísafirði. Heimsóknin er liður í landkynningarátaki sem stýrt er af Íslandsstofu en markmið þess er að auka straum ferðamanna til Íslands að vetri til.