Vestfirska verslunin og Gamla bakaríið
Forseti heimsækir Vestfirsku verslunina sem nýlega var sett á fót til að selja tónlist, bækur, skartgripi og ýmislegt annað sem hefur verið unnið og skapað af Vestfirðingum. Síðan heimsótti forseti Gamla bakaríið sem er í nágrenni við verslunina. Það hefur um langa hríð rekið öfluga starfsemi á Ísafirði. Nú starfar um tugur manna í bakaríinu. Þar gefur einnig að líta fjölda mynda af gömlum Ísfirðingum.