Menntaskólinn á Ísafirði
Forseti heimsækir
Menntaskólann á Ísafirði, skoðar verknámsstofur og ræðir þar við nemendur og kennara í margvíslegu iðnnámi. Þá ávarpaði forseti nemendur á sal og fjallaði um nýsköpun, samspil menntunar og atvinnulífs, þróun Ísafjarðar og framtíðartækifæri í íslensku atvinnulífi. Heimsóknin var liður í kynningarátaki um nýsköpun sem efnt er til í samvinnu við Samtök iðnaðarins.