Íslensku menntaverðlaunin. Verðlaunahafar
Forseti afhenti
Íslensku menntaverðlaunin fyrir árið 2011. Verðlaunin voru afhent við fjölmenna athöfn í Sjálandsskóla í Garðabæ. Verðlaunin voru veitt í fjórum flokkum. Þau hlutu Sjálandsskóli í Garðabæ, Gunnlaugur Sigurðsson fyrrverandi skólastjóri, Karólína Einarsdóttir kennari og námsefnishöfundarnir Guðbjörg Pálsdóttir, Guðný Helga Gunnarsdóttir, Jónína Vala Kristinsdóttir og Guðrún Angantýsdóttir.
Myndir, ljósmyndari Erling Aðalsteinsson.
Í flokknum um skóla sem sinnt hefur nýsköpun hlaut verðlaunin Sjálandsskóli í Garðabæ.
Greinargerð dómnefndar.
Myndir
Í flokknum um kennara sem skilað hefur merku ævistarfi hlaut verðlaunin Gunnlaugur Sigurðsson skólastjóri í Garðaskóla í Garðabæ.
Greinargerð dómnefndar.
Myndir
Í flokknum um ungt fólk sem við upphaf kennsluferils síns hefur sýnt hæfileika hlaut verðlaunin Karólína Einarsdóttir kennari í Akurskóla í Reykjanesbæ.
Greinargerð dómnefndar.
Myndir
Í flokknum um höfunda námsefnis hlutu verðlaunin Guðbjörg Pálsdóttir, Guðný Helga Gunnarsdóttir, Jónína Vala Kristinsdóttir og Guðrún Angantýsdóttir fyrir námsefnið Geisla.
Greinargerð dómnefndar.
Myndir