Veftré Print page English

Samvinna við Rússland


Forseti á fund með Alexandr Grushko, aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands, en hann fer einkum með málefni Evrópu og Evrópusambandsins. Rætt var um vaxandi samvinnu Íslands og Rússlands á Norðurslóðum, við nýtingu hreinnar orku og á fleiri sviðum; einnig sameiginlega arfleifð frá tímum víkinga og landkönnuða fyrir þúsund árum sem og margvísleg og farsæl tengsl landanna á 20. öldinni, bæði á sviði menningar og viðskipta.