Sendiherra Nígeríu
Forseti á fund með nýjum sendiherra Nígeríu, hr. Felix Yusufu Pwol, sem afhenti trúnaðarbréf sitt á Bessastöðum. Rætt var um góðan árangur í viðskiptum með sjávarafurðir og óskir stjórnvalda Nígeríu um að efla þátttöku Íslendinga í þróun sjávarútvegs, m.a. með þjálfun í Sjávarútvegsskóla Sameinuðu þjóðanna sem starfræktur er á Íslandi. Sendiherrann lýsti einnig áhuga á að heimsækja þau byggðarlög hér sem selja sjávarafurðir til Nígeríu og þróa þannig stuðning við enn frekari samskipti.