Veftré Print page English

Sendiherra Eþíópíu


Forseti á fund með nýjum sendiherra Eþíópíu, hr. Berhanu Kebede, sem afhenti trúnaðarbréf sitt á Bessastöðum. Rætt var um vaxandi samvinnu landanna á sviði jarðhitanýtingar en íslenskir sérfræðingar vinna nú að slíkum verkefnum í Eþíópíu. Þá var einnig fjallað um efnahagslega þróun þar í landi, mikinn hagvöxt en um leið vandamál sem óvissa í ýmsum nágrannalöndum hefur skapað. Glíman við afleiðingar loftslagsbreytinga er líka knýjandi.