Brautryðjandinn
Forseti tekur á móti nýrri ævisögu Þórhalls Bjarnarsonar biskups, Brautryðjandinn. Höfundur bókarinnar, Óskar Guðmundsson, og hópur afkomenda Þórhalls afhentu bókina á Bessastöðum. Fjölskylda Þórhalls, m.a. faðir hans og dóttir, hefur á margan hátt verið tengd við Bessastaði.