Minningarathöfn á Ground Zero. Aldarafmæli Norrænu stofnunarinnar í Bandaríkjunum
Þjóðhöfðingjarnir vottuðu fórnarlömbum
árásanna og ættingjum þeirra og vinum virðingu og samúð norrænna þjóða.
Þá skoðuðu þjóðhöfðingjarnir hið nýja minnnismerki um þá sem létust í árásinni
en Obama, forseti Bandaríkjanna, vígði minnismerkið í september síðastliðnum.
Þar eru skráð nöfn allra sem létust.
Í kvöld verður hátíðarsamkoma í tilefni
af aldarafmæli Norrænu stofnunarinnar í Bandaríkjunum, American Scandinavian
Foundation. Þjóðhöfðingjarnir munu ásamt um 1000 velunnurum Norðurlanda
og áhrifafólki frá Norðurlöndum í Bandaríkjunum taka þátt í samkomunni.
Norræna stofnunin hefur verið helsti vettvangurinn fyrir kynningu á menningu
og listum, þjóðlífi, sögu og atvinnulífi norrænna þjóða í Bandaríkjunum.
Mikill fjöldi Íslendinga hefur komið þar við sögu á undanförnum áratugum.
Stofnunin rekur auk þess Norræna húsið
í New York og veitir árlega ungu fólki frá Norðurlöndum, listafólki og
fræðimönnum fjölda styrkja.
Margir Íslendingar búsettir í Bandaríkjunum
hafa verið í forystu ASF og var Kristján Ragnarsson læknir formaður stofnunarinnar
fyrir nokkrum árum.
Myndir. Fréttatilkynning. Myndir frá hátíðarhöldum ASF.