Senckenberg stofnunin
Forseti heimsækir Senckenberg náttúruvísindastofnunina í Frankfurt og á fund með forstjóra hennar, dr. Volker Mosbrügger. Einkum var fjallað um rannsóknir á bráðnun jökla og þróun lífs og loftslags. Vísindamenn á vegum stofnunarinnar hafa í samvinnu við íslenska starfsbræður sína stundað rannsóknir á lífríki djúpsjávar. Fulltrúar hennar tóku líka þátt í ráðstefnum sem haldnar voru á Íslandi í sumar um Himalajasvæðið og Norðurslóðir. Þá skoðaði forseti hið merka safn stofnunarinnar.
Myndir frá Þýskalandsferð forseta.