Veftré Print page English

Karpov


Forseti tekur á móti Anatoly Karpov, fyrrum heimsmeistara í skák, sem heimsækir Ísland í tilefni af 111 ára afmæli Taflfélags Reykjavíkur en hann gekk nýlega í félagið. Ásamt honum sátu fundinn Friðrik Ólafsson og Björn Jónsson og var rætt um þróun skákiðkunar á Íslandi og í Rússlandi og hugmyndir um eflingu hennar í samfélögum á Norðurslóðum. Þá var einnig rætt um feril Bobbys Fischer og ævikvöld hans Íslandi sem og þróun stjórnmála í Rússlandi en Karpov er í framboði í væntanlegum þingkosningum.