Veftré Print page English

Ísland og Afríka. Jarðhiti og landgræðsla


Forseti heimsækir Hellisheiðarvirkjun ásamt Kofi Annan þar sem kynntur var árangur Íslendinga við nýtingu jarðhita og þau tækifæri sem felast í slíkri nýtingu fyrir mörg lönd í Afríku, bæði til raforkuframleiðslu, ylræktunar og þurrkunar matvæla. Jafnframt var fjallað um árangur Íslendinga á sviði landgræðslu og þá þjálfun sem deildir í Háskóla Sameinuðu þjóðanna sem starfa á Íslandi hafa veitt fólki frá fjölmörgum Afríkulöndum.