Veftré Print page English

Íslenskir fuglar


Forseti tekur á móti fyrsta eintaki bókarinnar Íslenskir fuglar sem Benedikt Sveinbjarnarson Gröndal gerði á sínum tíma. Í bókinni eru teikningar hans og fróðleikur um íslenska náttúrufræðinga á 19. öld. Bókin er gefin út af Crymogæu í samvinnu við Náttúrufræðistofnun. Bókin var afhent á fæðingardegi Benedikts og tók forseti við henni við skrifpúlt föður hans Sveinbjarnar Egilssonar en það púlt var einnig í eigu Benedikts og hefur hann líklega notað það á sínum tíma við gerð bókarinnar.