Kofi Annan. Blaðamannafundur
Kofi Annan flytur á morgun föstudag upphafsræðuna á hátíðarmálþingi Háskóla Íslands í tilefni af hundrað ára afmæli skólans. Málþingið ber heitið „Áskoranir 21. aldarinnar“ og hefst kl. 13:00 í Háskólabíói. Í fyrramálið heimsækir Kofi Annan í fylgd forseta Hellisheiðarvirkjun þar sem íslenskir vísindamenn og sérfræðingar munu kynna honum kosti jarðhitanýtingar fyrir þróunarlönd, einkum Afríku.
Kofi Annan kemur til Íslands í boði forseta Íslands og Háskóla Íslands.