Veftré Print page English

Sendinefnd FAO


Forseti á fund með sendinefnd frá FAO, Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna, sem heimsækir Ísland til að kynna sér nýtingu jarðhita í landbúnaði og við þurrkun á fiski og öðrum matvælum. Framkvæmdastjóri FAO ákvað að slík sendinefnd heimsækti Ísland í framhaldi af fundi með forseta í aðalstöðvum FAO í Róm í mars á þessu ári. Sendinefndin heimsækir stofnanir og fyrirtæki á þessu sviði, bændur í ylrækt og ræðir við sérfræðinga og embættismenn.