Veftré Print page English

Nýsköpunarhelgi á Suðurnesjum


Forseti flytur opnunarræðu Atvinnu- og nýsköpunarhelgarinnar á Suðurnesjum sem skipulögð er af nýsköpunar- og frumkvöðlasetrinu Innovit. Íbúar með hugmyndir að nýjum atvinnutækifærum taka þátt í helginni þar sem hugmyndirnar eru þróaðar og ræddar. Um 200 manns taka þátt í nýsköpunarhelginni. Í opnunarræðu sinni rakti forseti þá breytingu sem orðið hefur á hagkerfum að hugmyndir og nýsköpun eru í æ ríkara mæli orðnar hreyfiafl framfara. Nefndi hann fjölmörg dæmi frá ýmsum byggðarlögum á Íslandi, m.a. af Suðurnesjum, þar sem hugmyndir einstaklinga hefðu orðið að öflugum atvinnuvettvangi. Einnig hefði upplýsingatækni skapað hverjum og einum tækifæri til að láta til sín taka. Auk forseta flutti Jónas Björgvin Antonsson framkvæmdastjóri Gogogic erindi við upphaf nýsköpunarhelgarinnar.