Veftré Print page English

Jöklar og náttúrufar. Vísindasamvinna


Forseti á fund með Dagfinni Sveinbjörnssyni, Guðrúnu Gísladóttur, Helga Björnssyni og Þóru Ellen Þórhallsdóttur um árangurinn af tveimur alþjóðlegum ráðstefnum sem haldnar voru á Íslandi í ágúst og september: ráðstefnu um Himalajasvæðið og Rannsóknarþingi Norðursins. Í kjölfar þeirra er mikill áhugi á að efla tengsl við íslenska vísindasamfélagið og koma á gagnkvæmum skiptum á stúdentum og sérfræðingum. Vaxandi alþjóðlegar áhyggjur af bráðnun íss og jökla knýja á um víðtækt vísindasamstarf. Þar hefur Ísland mikið fram að færa.