Veftré Print page English

Sendinefnd frá Hull


Forseti á fund með borgarstjóranum í Hull og sendinefnd sem heimsækir Ísland ásamt sendinefnd frá borginni. Í hópnum var einnig Alan Johnson, þingmaður Hull og fyrrum ráðherra í ríkisstjórn Bretlands. Rætt var um aldagömul samskipti Íslendinga og íbúa á Hull-Grimsby svæðinu í Bretlandi og áhuga borgaryfirvalda á að efla þau tengsl og nýta sér reynslu Íslendinga í þróun sjávarútvegs og hreinni orku. Einnig eru borgaryfirvöld staðráðin í að setja á ný upp styttu Steinunnar Þórarinsdóttur af manni sem horfir til hafs en systurstytta hennar er í Vík í Mýrdal.