Veftré Print page English

Rannsóknarmiðstöð háskóla á Norðurslóðum


Forseti flytur stutt ávarp við opnun Rannsóknarmiðstöðvar háskóla á Norðurslóðum sem aðsetur hefur í Háskólanum í Arkangelsk, Sambandsháskóla Norðurslóða. Þetta er fyrsta rannsóknarmiðstöðin sem samstarfsnet yfir 100 háskóla á Norðurslóðum kemur á fót en samstarfsnetið starfar undir heitinu University of the Arctic. Í ávarpinu áréttaði forseti að hin víðtæka samvinna háskóla og rannsóknarstofnana á Norðurslóðum, sem hófst að marki fyrir rúmum áratug, hefði lagt grunn að árangursríku samstarfi ríkjanna á Norðurslóðum og fest þar með Norðurskautsráðið í sessi sem öfluga alþjóðastofnun. Norðurslóðir væru eitt viðkvæmasta vistkerfi veraldar og því væri brýnt að efla þar til muna rannsóknir á öllum sviðum, einkum í ljósi aukins áhuga á að nýta auðlindir svæðisins.