Veftré Print page English

Loftslagsbreytingar. 24 Hours of Reality


Forseti er viðstaddur í Norræna húsinu þegar Ísland tekur þátt í dagskrá á netinu sem Al Gore, handhafi friðarverðlauna Nóbels og fyrrum varaforseti Bandaríkjanna, efndi til í þeim tilgangi að efla skilning á þeim hættum sem stafa af loftlagsbreytingum í náinni framtíð. Sigurður Eyberg, verkefnisstjóri Garðarshólms, flutti frá Húsavík íslenska útgáfu dagskrárinnar og því næst tóku við umræður með ýmsum fremstu sérfræðingum veraldar auk Al Gore. Lönd í öllum heimsálfum tóku þátt í dagskránni sem að samanlögðu stóð í sólarhring. Vefur verkefnisins.