Forseti Íslands
The President of Iceland
Sendiherra Frakklands
Forseti á fund með sendiherra Frakklands á Íslandi, Caroline Dumas, sem senn lætur af störfum. Rætt var um öflug tengsl landanna, samstarf á sviði menningar og vísinda, m.a. með tilliti til vaxandi mikilvægis Norðurslóða, og um heimsókn Michels Rocards, fv. forsætisráðherra og sérstaks sendimanns Frakklandsforseta, til Íslands fyrir nokkrum mánuðum. Einnig var rætt um breytingar sem eru að verða á lýðræðisskipan landa víða um heim og reynslu sendiherrans af dvölinni á Íslandi.
Letur: |
 |  |