Veftré Print page English

Kínverska þingið


Forseti á fund með sendinefnd frá kínverska þinginu sem heimsækir Ísland í boði Alþingis. Rætt var um vaxandi samvinnu Íslands og Kína, m.a. á sviði jarðhitanýtingar, jökla- og loftslagsrannsókna, viðvarana vegna jarðskjálfta, menningar, menntunar og viðskipta. Þá nefndi forseti nauðsyn þess að þróun lýðræðis taki mið af vilja fólksins sem í krafti upplýsingatækni geti verið þátttakandi í ákvörðunum ásamt kjörnum fulltrúum á þjóðþingum. Fulltrúar kínverskra háskóla hefðu og lýst áhuga á samvinnu við íslenska fræðasamfélagið varðandi rannsóknir á þróun mannréttinda. Hin nýja öld kallaði á ný viðhorf og aukna samvinnu varðandi þróun lýðræðis.