Veftré Print page English

Flug og farþegaþjónusta


Forseti flytur ávarp í upphafi alþjóðlegrar ráðstefnu sem samtökin Worldwide Airline Customer Relations Association (WACRA) heldur á Íslandi í samvinnu við Icelandair. Í samtökunum eru starfsmenn flugfélaga víða að úr veröldinni. Í ávarpinu fjallaði forseti um mikilvægi alþjóðaflugs fyrir íslenskt efnahagslíf, vöxt ferðaþjónustunnar, frumkvæði sem Loftleiðir höfðu á sínum tíma í lággjaldaflugi sem og aðild Íslendinga að Cargolux sem mótaði nýjar aðferðir í vöruflutningum milli heimsálfa. Þá ræddi forseti um nýleg eldgos á Íslandi og hvernig brugðist hefði verið við þeim. Jafnframt nefndi hann að hið vaxandi framlag flugfélaga til íslensks efnahagslífs væri ein af ástæðum þess að landið væri á ný að ná sér á strik eftir hrun bankakerfisins.