Nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda
Forseti sækir lokahóf Nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda, flytur ávarp og afhendir verðlaun. Þetta er í tuttugasta sinn sem keppnin er haldin og bárust hátt á annað þúsund tillögur frá um fjörtíu skólum víða af landinu. Í ávarp sínu áréttaði forseti þann boðskap sem fellst í keppninni um mikilvægi nýsköpunar í atvinnulífi og framtíð þjóða og að sérhver einstaklingur hafi hæfileika til nýsköpunar, kappkosta þurfi að rækta þá hæfileika.